Um okkur


Eftirlæti netverslunin er viðbót við Snyrtistofuna og gjafavöruverslunina Eftirlæti ehf. sem staðsett er á Aðalgötu 4, 550 Sauðárkrók.
Eftirlæti var stofnað árið 2012 af Ólínu Björk og hefur verið starfandi síðan. Á þessum árum hafa verið breytingar á starfsfólki og þjónustu. Bæði snyrtimeðferðum og gjafavörum í versluninni hefur fjölgað með árunum.

Eigandi Eftirlætis er Ólína Björk Hjartardóttir meistari í snyrtifræði og silfurverðlaunahafi fyrir framúrskarandi árangur í sveinsprófi.
Silfur-eða bronzverðlaun eru gefin nýsveinum fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi af Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur ár hvert.
Ólína útskrifaðist af snyrtifræðibraut FB, desember 2008. Hún lauk nemasamning á snyrtistofunni Jónu í Kópavoginum og tók sveinspróf janúar 2011. 2012 lauk hún við meistaraskólann og vann sem sveinn undir meistaranum Jónu á snyrtistofunni Jónu til janúar 2012 og hlaut þar með full réttindi sem meistari.
Eftirlæti var opnað 8.desember 2012 á Aðalgötu 4.
Þar starfaði Ólína ein þar til árið 2014 kom Aníta Lind tímabundið til starfa, sem snyrtifræðinemi undir stjórn Ólínu. Aníta flutti á Akureyri maí 2015 og kláraði þar nemasamninginn og tók sveinspróf.

Apríl 2017 hóf Þorgerður Eva Björnsdóttir störf á Eftirlæti eftir að hafa starfað við fagið í 4 ár á snyrtistofunni Helenu Fögru á Laugaveginum. Þorgerður útskrifaðist úr snyrtiakademíunni árið 2009 og voru þær Ólína samferða í meistaranáminu. Þorgerður tók nemasamning á Helenu Fögru og starfaði þar í 4 ár, hlaut þar með full réttindi sem meistari 2011. Þorgerður tók sér barneignarleyfi og flutti aftur á krókinn í árslok 2013.
Á snyrtistofunni starfa tveir snyrtifræðimeistarar með yfir 9 ára starfsreynslu. Þær Ólína Björk Hjartardóttir og Þorgerður Eva Björnsdóttir.

Þorgerður Eva var í fæðingarorlofi frá nóvember 2018 til ágúst 2019. Þórey Elsa kom inn í nóvember 2018 sem snyrtifræðinemi undir stjórn Ólínu.
Þórey Elsa lauk námi í snyrtifræði við snyrtiakademíuna árið 2013. Hún starfaði sem nemi á stofu á Selfossi sem hún tók hluta af samningnum. Eftir barneignarleyfi og nám er hún komin aftur í snyrtifræðina. Þórey Elsa er flutt til Reykjavíkur og vinnur þar á Lipurtá. Þorgerður Eva er mætt aftur til starfa.

Við á Eftirlæti bjóðum uppá alhliða snyrtingu fyrir bæði konur og karla.
Við erum með til sölu hjá okkur hágæða snyrti-, líkams- og förðunarvörur frá
  • Grums
  • Lille Kanin
  • Baiobay
  • Thuya
  • Artdeco
  • Penzim
Einnig gjafavörur og sérvörur frá einstökum merkjum og Íslensku handverks -og listafólki.
  • Dálæti
  • Torfkofinn
  • På Stell
  • Kind bag
  • Oddbird óáfengir drykkir
  • Highball óáfengir drykkir
  • Punchy óáfengir drykkir

Meðferðir í boði í stuttu máli

Andlitsmeðferðir:
Lúxus andlitsmeðferð
Hefðbundin andlitsmeðferð
Sérmeðferðir
Húðhreinsun
Djúpvirka Ávaxtasýrumeðferð
Dermatude - róttæk meðferð

Litun og plokkun/vax
Aflitun í andlit
Augnhára permanent/Lash lift
Brow lamination
 
Fótameðferðir með og án lökkunar
Lúxusfótameðferð með paraffínmaska

Handameðferðir með og án lökkunar
Lúxushandameðferð með paraffínmaska
Gel lökkun

Vaxmeðferðir:
Vax í andlit
Vax á líkama
Brasilískt vax fyrir dömur

Varanleg háreyðing
Brennt fyrir húðsepa
Brennt fyrir háræðaslit í andliti

Fegrunar húðflúrun á augabrúnir, augnlínu
og margt fleira