Jólasveinarnir
Jólasveinarnir

Skrautmen

Jólasveinarnir

Venjulegt verð 3.490 kr Útsöluverð 2.000 kr
Með vsk. Flutningskostnaður er reiknaður þegar gengið er frá pöntun.

Stekkjastaur kom fyrstur, 
stinnur eins og tré. 
Hann laumaðist í fjárhúsin 
og lék á bóndans fé. 

 

Hann vildi sjúga ærnar, 
-þá varð þeim ekki um sel, 
því greyið hafði staurfætur, 
-það gekk nú ekki vel. 

Þessi einstaklega flotti Stekkjastaur er teiknaður af Pálma Jónssyni og er hér brenndur í trjágrein. Hver órói er einstakur þar sem engir tveir eru alveg eins.

 

Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
- Hann skreið ofan úr gili
og skauzt í fjósið inn.

Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.

Þessi einstaklega flotti Giljagaur er teiknaður af Pálma Jónssyni og er hér brenndur í trjágrein. Hver órói er einstakur þar sem engir tveir eru alveg eins.

Stærðin á hverjum óróa er um 6 x 8 cm, hann er með leðuról og kemur í fallegri gjafaöskju.

Öll vinnsla á óróanum er í höndum Skrautmena og Huldulands.