Hjarta Þjóðarinnar Órói

Skrautmen

Hjarta Þjóðarinnar Órói

Venjulegt verð 3.600 kr Útsöluverð 1.800 kr
Með vsk. Flutningskostnaður er reiknaður þegar gengið er frá pöntun.

Árið 2004 var Holtasóley valin þjóðarblóm Íslendinga. Það var skagfirsk kona sem bar fram tillöguna um blómið og fannst okkur hjá Skrautmen því einkar viðeigandi að hanna eitthvað til heiðurs okkar fallega þjóðarblómi, og úr varð þessi shabby chic órói. Holtasóley endurspeglar í raun persónuleika okkar íslendinga, en jurtin er falleg og lítur út fyrir að vera viðkvæm en er afar harðger, vex villt úti í óbyggðum, í mólendi og á heiðum, og stendur af sér stopul sumarveðrin. Óróinn hentar einstaklega vel í glugga, hangandi niður úr lofti, sem skrautmunur á spegli eða hangandi fyrir ofan vöggu eða rúm.

Óróinn er gerður úr 3 mm plexigleri, er 13 cm x 14 cm og er glær.