Handabót

Gandur

Handabót

Með vsk. Flutningskostnaður er reiknaður þegar gengið er frá pöntun.

50ml.

Mýkjandi og nærandi handáburður framleiddur úr minkaolíu og kókosolíu. Handabót er góður til daglegra nota og gengur hratt og vel inn í húðina.

 

  • Minkaolían gefur mikla langtímaverkun fyrir húðina
  • Kremið sogast hratt inn í húðina
  • Góður á þurra húð til daglegra nota

Innihald 
Aqua (vatn), Mustela oil (minkaolía), Cocos nuciferia oil (kókosolía), Achillea  millefolium extract (vallhumall), Glycerin (glýseról 100%), Cetyl alcohol, Cetearyl alcohol, Sorbitan oleate, Carbomer, Fragrance oil (parfum), Phenoxyethanol, Potassium sorbate, Tokopheryl acetate (E-vítamín), Citric acid (sýtrónusýra), Linalool.

Minkaolían hefur óvenjuhátt hlutfall af ómettuðum fitusýrum (ómega 3 og ómega 6), sem gefa henni einstaka eiginleika. Hún er græðandi og mýkjandi náttúruleg afurð fyrir húð bæði manna og dýra. Olían sogast hratt inn í húðina og skilur eftir sig einkennandi flauelsmjúka áferð.
Klínískar rannsóknir hafa sýnt að minkaolían finnst í allt að fimmtánda dýptarlagi húðar klukkustund eftir að hún er borin á húð. Hún heldur sig samt að mestu á yfirborðinu og gefur raka, mýkt og vörn.
Í smyrslin er bætt við handtíndum íslenskum jurtum ásamt bývaxi, E-vítamíni og ilmolíum. Hér á Íslandi er að finna gnægð öflugra lækningajurta og geyma margar þeirra virk efni með örveruhemjandi, bólgueyðandi og andoxandi virkni. Lækningajurtirnar hafa verið nýttar við ýmsum kvillum hjá mönnum og dýrum í gegnum aldir.