Hilma - hönnun og handverk


Hilma Eiðsdóttir Bakken konan á bakvið vörumerkið er prjónakona með meistaragráðu í líftækni.

Um HHH

Hilma - hönnun og handverk - ehf. stofnað 7.júní 2017. Markmið fyrirtækisins er að gera hátískuvörur úr íslenskri ull. Vörur HHH eru gerðar úr vélprjóni og gimbi (e. Hair pin lace crochet). Það nýjasta er sérhannað og framleitt garn, þar sem unnið er með íslenska ull, seacell og rósatrefjar. Þar kemur líftæknin vel inní prjónaáhugann.

Fyrirtækið fékk styrk frá Vinnumálastofnun til þróunar eigin viðskiptahugmyndar í byrjun árs 2017, frá SSNV í maí 2017 og styrk til Atvinnumála kvenna 2018.

Tók þátt í Handverkshátíðinni á Hrafnagili 2016, var með bás ásamt tveimur öðrum einyrkjum. 2017 var Hilma - hönnun og handverk með eigin bás.

Hilma hélt erindi á ráðstefnu skapandi fólks á norðurlandi vestra í apríl 2018 Hérna! Núna! og Atvinnulífssýningu Skagafjarðar maí 2018 ásamt því að vera með tískusýningu og vörubás.